71 árs húsgagnamógull vann ellefu milljarða á sigri Houston Astros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Jim „Mattress Mack“ McIngvale með miðann sem sýnir stærsta veðmál hans á lið Houston Astros. AP Photo/Wayne Parry Houston Astros var um helgina bandarískur meistari í hafnabolta eða urðu öllu heldur heimsmeistarar í hafnabolta eins og Bandaríkjamenn kalla titilinn sinn. Það var þó maður ótengdur félaginu sem fagnaði sigrinum kannski meira en flestir aðrir. Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð. Hafnabolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira
Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð.
Hafnabolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira