Gulli hlaðin eftir franska martröð: „Hefði ekki getað farið á betri stað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 08:31 Svava Rós Guðmundsdóttir fagnaði vel með liðsfélögum sínum eftir að hafa bætt bikarmeistaratitli við norska meistaratitilinn sinn. mynd/Bjørn Erik Nesse Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir fullkomnaði sannkallað viðspyrnutímabil sitt í Noregi um helgina með því að leggja upp tvö mörk þegar lið hennar Brann varð bikarmeistari í fótbolta, eftir að hafa orðið Noregsmeistari í síðasta mánuði. Svava kom til Brann eftir að hafa gengið í gegnum hálfgerða martröð í Frakklandi á síðasta ári, þar sem þjálfari Bordeaux leyfði henni ekkert að spila í marga mánuði. Hjá Brann hefur Svava hins vegar blómstrað í stöðu fremsta manns og eins og fyrr segir fagnað stóru titlunum tveimur í Noregi á síðustu tveimur vikum. „Ég hefði ekki getað farið á betri stað. Það er búið að taka mjög vel á móti mér og stelpurnar, og allir í kringum liðið, hafa verið frábær,“ segir Svava í samtali við Vísi. Það eina sem hefði getað gert tímabilið enn betra hefði verið ef að Brann hefði komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið varð að sætta sig við 4-2 tap gegn sænsku meisturunum í Rosengård í spennandi einvígi. „Þetta er búið að vera upp og niður,“ segir Svava sjálf um tímabilið, þó að góðu hlutirnir hafi svo sannarlega verið fleiri en þeir slæmu. „Mér hefur gengið vel og ég hef spilað mikið. Ég er búin að skora eitthvað af mörkum, bæði í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni, þó að það megi alltaf bæta við, og leggja upp eitthvað af mörkum. Ég er mjög ánægð með þetta tímabil, sérstaklega að hafa spilað svona margar mínútur og hafa verið heil, og það er ekki verra að hafa unnið bæði bikar og deildina. Það var alltaf markmiðið að gera enn betur en í fyrra, þegar liðið vann deildina en tapaði bikarúrslitunum, þó að við höfum ekki talað mikið um það. Það tókst,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir segir stemninguna á bikarúrslitaleiknum hafa verið frábæra. Hún lagði upp tvö mörk í leiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse Rólegt eftir fyrri titilinn og svo fagnað alla helgina Eins og fyrr segir lagði Svava upp tvö mörk í bikarúrslitaleiknum gegn Stabæk á laugardaginn, í mikilli stemningu á Ullevaal-leikvanginum í Osló. „Þetta var geggjað. Það var ótrúlega mikið af fólki sem kom á leikinn og mjög gaman að spila hann. Mér fannst við hafa hann alveg í höndum okkar en við duttum aðeins niður þegar þær skoruðu markið sitt. Annars var það bara frábær tilfinning að spila og vinna þennan leik,“ segir Svava sem skoraði þegar Brann tryggði sér gullverðlaunin í norsku deildinni 23. október. „Við fögnuðum vel fyrir tveimur vikum þegar við vorum búnar að tryggja okkur sigur í deildinni, en svo ekki neitt þegar við fengum bikarinn afhentan [enda þá stutt í bikarúrslitaleikinn]. En svo erum við búnar að fagna bikarmeistaratitlinum alla helgina og það var tekið mjög vel á móti okkur þegar við komum aftur hingað til Bergen,“ segir Svava. Fílar ekki nýju úrslitakeppnina Í norsku deildinni var spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni. Þangað taka þau ekki með sér stigin úr deildarkeppninni, heldur fékk Brann aðeins sex stig með sér, Rosenborg í 2. sæti fékk fjögur stig, Vålerenga tvö og Stabæk ekkert. Svava Rós Guðmundsdóttir gegndi lykilhlutverki í sigri Brann á Stabæk í bikarúrslitaleiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse „Þeir ætla að breyta þessu eitthvað fyrir næsta tímabil. Ég fílaði ekki hvernig þetta var byggt upp núna. Það ætti annað hvort að hafa þetta þannig að liðin taki öll stigin sín með í lokakeppnina, eða þá að það séu veitt verðlaun fyrir deildarkeppnina og svo líka fyrir úrslitakeppnina. Ég hef ekkert á móti því að hafa úrslitakeppni – fleiri leiki á móti sterkum liðum – enda er það frábært, en reglurnar mættu vera aðeins öðruvísi. Eins og þetta var núna þá skipti bara engu máli hversu mörgum stigum munaði á okkur og 2. sæti fyrir úrslitakeppnina,“ segir Svava. Mjög spennt fyrir komu Natöshu Hún hóf tímabilið sem liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, annars framherja úr íslenska landsliðinu, en Berglind var svo keypt til franska stórliðsins PSG. Fyrir næstu leiktíð fær Svava hins vegar annan liðsfélaga úr íslenska landsliðinu, miðvörðinn Natöshu Anasi, sem kemur frá Breiðabliki. „Berglind var að vísu meidd stóran hluta tímans sem við vorum saman hérna en það er auðvitað leiðinlegt að sjá Íslending og vinkonu manns fara úr liðinu, þó að maður skilji auðvitað hennar ákvörðun. Við héldum bara áfram og það hefur gengið mjög vel. Og ég fagna því auðvitað að fá Natöshu hingað. Ég er mjög spennt að fá hana í liðið,“ segir Svava. Svava, sem verður 27 ára föstudaginn, gerði í ársbyrjun samning við Brann til eins árs en með framlengingarákvæði: „Eftir því sem ég best veit þá verð ég hérna áfram á næsta ári. Samningurinn var með framlengingarákvæði sem valt á því hvort að við myndum verða meistarar, svo að eins og staðan er í dag þá verð ég hér áfram. Mér líður vel hérna og er spennt fyrir því sem koma skal.“ Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Svava kom til Brann eftir að hafa gengið í gegnum hálfgerða martröð í Frakklandi á síðasta ári, þar sem þjálfari Bordeaux leyfði henni ekkert að spila í marga mánuði. Hjá Brann hefur Svava hins vegar blómstrað í stöðu fremsta manns og eins og fyrr segir fagnað stóru titlunum tveimur í Noregi á síðustu tveimur vikum. „Ég hefði ekki getað farið á betri stað. Það er búið að taka mjög vel á móti mér og stelpurnar, og allir í kringum liðið, hafa verið frábær,“ segir Svava í samtali við Vísi. Það eina sem hefði getað gert tímabilið enn betra hefði verið ef að Brann hefði komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið varð að sætta sig við 4-2 tap gegn sænsku meisturunum í Rosengård í spennandi einvígi. „Þetta er búið að vera upp og niður,“ segir Svava sjálf um tímabilið, þó að góðu hlutirnir hafi svo sannarlega verið fleiri en þeir slæmu. „Mér hefur gengið vel og ég hef spilað mikið. Ég er búin að skora eitthvað af mörkum, bæði í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni, þó að það megi alltaf bæta við, og leggja upp eitthvað af mörkum. Ég er mjög ánægð með þetta tímabil, sérstaklega að hafa spilað svona margar mínútur og hafa verið heil, og það er ekki verra að hafa unnið bæði bikar og deildina. Það var alltaf markmiðið að gera enn betur en í fyrra, þegar liðið vann deildina en tapaði bikarúrslitunum, þó að við höfum ekki talað mikið um það. Það tókst,“ segir Svava. Svava Rós Guðmundsdóttir segir stemninguna á bikarúrslitaleiknum hafa verið frábæra. Hún lagði upp tvö mörk í leiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse Rólegt eftir fyrri titilinn og svo fagnað alla helgina Eins og fyrr segir lagði Svava upp tvö mörk í bikarúrslitaleiknum gegn Stabæk á laugardaginn, í mikilli stemningu á Ullevaal-leikvanginum í Osló. „Þetta var geggjað. Það var ótrúlega mikið af fólki sem kom á leikinn og mjög gaman að spila hann. Mér fannst við hafa hann alveg í höndum okkar en við duttum aðeins niður þegar þær skoruðu markið sitt. Annars var það bara frábær tilfinning að spila og vinna þennan leik,“ segir Svava sem skoraði þegar Brann tryggði sér gullverðlaunin í norsku deildinni 23. október. „Við fögnuðum vel fyrir tveimur vikum þegar við vorum búnar að tryggja okkur sigur í deildinni, en svo ekki neitt þegar við fengum bikarinn afhentan [enda þá stutt í bikarúrslitaleikinn]. En svo erum við búnar að fagna bikarmeistaratitlinum alla helgina og það var tekið mjög vel á móti okkur þegar við komum aftur hingað til Bergen,“ segir Svava. Fílar ekki nýju úrslitakeppnina Í norsku deildinni var spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi þar sem fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni. Þangað taka þau ekki með sér stigin úr deildarkeppninni, heldur fékk Brann aðeins sex stig með sér, Rosenborg í 2. sæti fékk fjögur stig, Vålerenga tvö og Stabæk ekkert. Svava Rós Guðmundsdóttir gegndi lykilhlutverki í sigri Brann á Stabæk í bikarúrslitaleiknum.mynd/Bjørn Erik Nesse „Þeir ætla að breyta þessu eitthvað fyrir næsta tímabil. Ég fílaði ekki hvernig þetta var byggt upp núna. Það ætti annað hvort að hafa þetta þannig að liðin taki öll stigin sín með í lokakeppnina, eða þá að það séu veitt verðlaun fyrir deildarkeppnina og svo líka fyrir úrslitakeppnina. Ég hef ekkert á móti því að hafa úrslitakeppni – fleiri leiki á móti sterkum liðum – enda er það frábært, en reglurnar mættu vera aðeins öðruvísi. Eins og þetta var núna þá skipti bara engu máli hversu mörgum stigum munaði á okkur og 2. sæti fyrir úrslitakeppnina,“ segir Svava. Mjög spennt fyrir komu Natöshu Hún hóf tímabilið sem liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, annars framherja úr íslenska landsliðinu, en Berglind var svo keypt til franska stórliðsins PSG. Fyrir næstu leiktíð fær Svava hins vegar annan liðsfélaga úr íslenska landsliðinu, miðvörðinn Natöshu Anasi, sem kemur frá Breiðabliki. „Berglind var að vísu meidd stóran hluta tímans sem við vorum saman hérna en það er auðvitað leiðinlegt að sjá Íslending og vinkonu manns fara úr liðinu, þó að maður skilji auðvitað hennar ákvörðun. Við héldum bara áfram og það hefur gengið mjög vel. Og ég fagna því auðvitað að fá Natöshu hingað. Ég er mjög spennt að fá hana í liðið,“ segir Svava. Svava, sem verður 27 ára föstudaginn, gerði í ársbyrjun samning við Brann til eins árs en með framlengingarákvæði: „Eftir því sem ég best veit þá verð ég hérna áfram á næsta ári. Samningurinn var með framlengingarákvæði sem valt á því hvort að við myndum verða meistarar, svo að eins og staðan er í dag þá verð ég hér áfram. Mér líður vel hérna og er spennt fyrir því sem koma skal.“
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira