4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 06:38 Frá 2016 hafa 143 líffæri verið grædd í íslenska sjúklinga. Myndin sýnir hjartaígræðslu en þær eru framkvæmdar erlendis. Getty Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. Þetta kemur fram í svörum landlæknisembættisins við fyrirspurn fréttastofu. Með nýjum lögum um líffæragjafir varð sú breyting á að allir landsmenn eru sjálfkrafa skráðir líffæragjafar en gefst kostur á því að hafna líffæragjöf í gegnum Heilsuveru. Þar er einnig hægt að velja að gefa bara ákveðin líffæri eða gefa ekki ákveðin líffæri. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hvaða líffæri það væru sem fólk vildi helst ekki gefa en fékk þau svör að sú tölfræði væri ekki á reiðum höndum, þar sem séróskir eru tilgreindar í textareit. „Hins vegar má segja að mikill meirihluti þeirra sem velur líffæragjöf að hluta vill ekki að líffæri fyrir ofan axlir séu nýtt. Algengt er að fólk tilgreini sérstaklega augu og varir í þessum efnum,“ segir í svörum landlæknisembættisins. Frá og með árinu 2016 hafa 143 líffæri verið grædd í íslenska sjúklinga. Um er að ræða 100 nýru, 41 úr lifandi gjöfum og 59 úr látnum gjöfum, 29 lifrar, tíu hjörtu, þrjú lungu og eitt bris. Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum landlæknisembættisins við fyrirspurn fréttastofu. Með nýjum lögum um líffæragjafir varð sú breyting á að allir landsmenn eru sjálfkrafa skráðir líffæragjafar en gefst kostur á því að hafna líffæragjöf í gegnum Heilsuveru. Þar er einnig hægt að velja að gefa bara ákveðin líffæri eða gefa ekki ákveðin líffæri. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hvaða líffæri það væru sem fólk vildi helst ekki gefa en fékk þau svör að sú tölfræði væri ekki á reiðum höndum, þar sem séróskir eru tilgreindar í textareit. „Hins vegar má segja að mikill meirihluti þeirra sem velur líffæragjöf að hluta vill ekki að líffæri fyrir ofan axlir séu nýtt. Algengt er að fólk tilgreini sérstaklega augu og varir í þessum efnum,“ segir í svörum landlæknisembættisins. Frá og með árinu 2016 hafa 143 líffæri verið grædd í íslenska sjúklinga. Um er að ræða 100 nýru, 41 úr lifandi gjöfum og 59 úr látnum gjöfum, 29 lifrar, tíu hjörtu, þrjú lungu og eitt bris.
Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira