Syrgði svalann syngjandi í Bónus Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 20:01 Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins. Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42
Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15