Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 22:15 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að eigin sögn kófsveittur í leikslok í Grindavík, en hans konur náðu aðeins að hleypa blóðþrýstingnum hjá honum upp í lokin, í leik sem þær voru í raun búnar að klára snemma í fjórða leikhluta. Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Grindvíkingar eru þó ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og héldu áfram allt þar til lokaflautið gall. Lokatölur 79-83 þar sem Njarðvík voru komnar 12 stigum yfir þegar rúmar 2 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var alvöru barátta, ég er rennsveittur! Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri og ég er bara alveg ógeðslega ánægður að ná að fara hérna í burtu með tvö stig.“ Það var svolítið eins og það kveiknaði ekki almennilega á Njarðvíkurliðinu fyrr en í 4. leikhluta. Hvað var það sem small á þeim tímapunkti? „Það small varnarlega. Grindavíkurliðið skoraði 2 stig á fyrstu fimm mínútunum og við náum að búa til forystu þar. Það eru oft þessar sálfræðilegu fyrstu 5 mínútur í loka leikhlutanum sem ráða því hverjar vinna leikinn. Við mætum svakalega sterkar til leiks í fjórða leikhlutanum, spilum frábæra vörn og klárum leikinn. Ég held reyndar að þetta sé í þriðja skipti í vetur þar sem við erum búnar að klára leikinn en þetta endar í „sloppy“ tveimur og hálfri mínútu.“ „Við þurfum bara nánast að læra það hvernig við klárum svona leiki, þar sem þú ert með 10 stiga forskot og tvær mínútur eftir. Við erum að taka skot eftir sex sekúndur og eitthvað svona rugl. En ég er ótrúlega stoltur af mínu liði og varnarvinnunni, í fjórða leikhluta sérstaklega. Aftur, þá er ég bara ótrúlega glaður að fara með tvö stig í burtu gegn frábæru Grindavíkurliði.“ Beðið eftir Collier Það er ekkert launungamál að Aliyah Collier er einn besti leikmaður þessarar deildar. Hún hafði nokkuð hægt um sig framan af leik. Eru samherjar hennar mögulega orðnar of góðu vanar og farnar að bíða eftir því að hún taki til sinna ráða inná vellinum? „Nei ég held ekki. Ég er með það miklar keppniskonur í liðinu að ég held það alls ekki málið. Það sem við erum að reyna gera er aðeins að breyta til og fikra okkur áfram með nýja hluti sóknarlega. Þegar það var vel gert þá erum við að fá körfur.“ „En svo vantar aðeins upp á „spacing-una“ og færsluna á boltanum inná milli. En það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af. Við förum yfir það á vídjóinu og æfum það á æfingu. Þegar við spilum svo leikina sem skipta máli einhvern tímann seinna þá ætla ég mér að vera með þetta tilbúið og þá verður erfitt að stoppa okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn