Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:45 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Eftir fimmtudaginn lá enn ekki fyrir hver fer með meirihluta í hvorugri deild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Í öldungadeildinni er enn beðið eftir endanlegum úrslitum í Arizona og Nevada en ljóst er að kjósa þarf aftur í Georgíu í byrjun desember þar sem hvorugur frambjóðandinn náði helmingi atkvæða. Báðir flokkar þurfa að vinna tvö af þessum þremur sætum til þess að tryggja sér meirihluta á næsta þingi. Í fulltrúadeildinni eru repúblikanar enn nálægt því að ná meirihluta en hann virðist ætla að vera afar naumur. Þeir eru nú búnir að tryggja sér 211 af þeim 218 sem þarf fyrir meirihluta en demókratar eru þegar komnir með 204 sæti samkvæmt vefnum Five Thirty Eight. Í Arizona jók demókratinn Kelly forskot sitt á repúblikanann Masters þegar nýjar tölur voru birtar í gærkvöldi. Kelly er nú með um 5,6 prósentustiga forskot. Munurinn er umtalsvert minni á ríkisstjóraefnum flokkanna en þar er demókratinn Katie Hobbs með 1,4 prósentustiga forskot á repúblikannan og kosningaafneitarann Kari Lake. Demókratar eru jafnframt með forskot í kosningunni um vararíkisstjóra og dómsmálaráðherra Arizona. Línur gætu tekið að skýrast í dag þegar byrjað verður að birta úrslit eftir talningu á um 300.000 atkvæðum frá Maricopa-sýslu sem Phoenix, stærsta borg ríkisins, tilheyrir. Um 60 prósent íbúa Arizona búa í sýslunni en hún hefur sveiflast eins og á milli flokkanna tveggja í undanförnum kosningum. Sýslungar þar kusu demókrata í kosningunum 2018 en repúblikana fyrir tveimur árum. Alvanalegt er að talning atkvæða dragist á langinn í Arizona. Langflestir kjósendur þar greiða atkvæði í gegnum póst og margir bíða fram á síðasta dag með að senda þau inn. Eftir að ríkið hætti að vera öruggt vígi repúblikana og fór að sveiflast á milli flokkanna hefur biðin eftir úrslitum vakið meiri athygli á landsvísu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Nevada geta póstatkvæði enn borist fram á laugardag, svo lengi sem þau voru póstlögð fyrir kjördag. Þar voru enn 50.000 atkvæði ótalin í Clark-sýslu, stærstu sýslu ríkisins og þeirri einu sem hallast að demókrötum. Eins og sakir standa er repúblikaninn Adama Laxalt með naumt forskot á demókratann Catherine Cortez Masto sem er sitjandi öldungadeildarþingmaður ríkisins.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18