Tilboðskvíðinn raunverulegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:31 Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira