22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2022 07:30 Sprengjan sprakk á háannatíma. AP/Emrah Gurel Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga. Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022 Tyrkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022
Tyrkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira