Telja göngubann ekki samræmast lögum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 11:49 Gylfi Arnbjörnsson er formaður stjórnar Útivistar. Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu. Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00
Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent