Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð í Norður-Evrópu. Sumarljós og svo kemur nóttin er tilnefnd í flokknum Best of Fest, þar sem hún keppir við verðlaunamyndir frá öllum heimshornum.
Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.
Stórskotalið íslenskra leikara
Meðal leikara í myndinni eru Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Anna María Pitt, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Víkingur Kristjánsson og fleiri.
Myndin hlaut mikið lof áhorfenda eftir frumsýninguna og gagnrýnandi Screen Daily skrifaði:
„Efni saganna er lauslega ofið - en auga leikstjórans fyrir smáatriðum, sögusviði og samfélagi myndarinnar fleytir okkur áfram í gegnum ljúft og stundum hlykkjótt ferðalag. Ef það er rauður þráður í sögunum þá er hann líklegast ´leiðin að lífsfyllingu´“
Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hátíðinni.











