365 selur helmingshlut í Norr11 sem hefur „vaxið hratt“

365, fjárfestingafélag Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, hefur selt helmings hlut sinn í danska húsgagnahönnunarfyrirtækinu Norr11 til danskra fjárfesta. „Þetta var góður tímapunktur til að selja. Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og vaxið hratt og mikill áhugi á félaginu. Mér þótti sömuleiðis kominn tími á nýjar áskoranir eftir að hafa stýrt fyrirtækinu í tæp sex ár,“ segir Magnús Berg Magnússon sem lét samhliða af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Norr11.