Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds. Maðurinn kvaðst hafa verið þekktur undir nafninu Lúsífer í rúm 20 ár en þar sem að Lúsífer hefur ekki verið samþykkt sem eiginnafn þá hefur hann ekki getað breytt nafni sínu í þjóðskrá. Hann sendi því erindi til mannanafnanefndar í desember 2019, þar sem hann óskaði eftir því að eiginnafnið Lúsífer yrði samþykkt. Í janúar 2020 kvað Mannanafnanefnd upp þann úrskurð að beiðni mannsins væri hafnað á grundvelli þess að nafnið Lúsífer væri eitt af nöfnum djöfulsins. Taldi mannanafnanefnd ljóst að það gæti orðið nafnbera til ama. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, annars vegar til ógildingar á framangreindum úrskurði mannanafnanefndar og hins vegar til viðurkenningar á því að hann mætti bera eiginnafnið Lúsífer. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fyrri kröfuna en þeirri seinni var vísað frá. Maðurinn óskaði þá eftir því að mál hans yrði tekið fyrir að nýju hjá mannanafnanefnd. Var málið endurupptekið og hafnað, rétt eins og í fyrra sinnið. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir dómstólum. Nafnauðkenning samofin persónuleika manna Málsrök mannsins voru meðal annars þau að jafnræðisregla hefði verið brotin gagnvart honum, brotið hefði verið á réttindum hans til trúfrelsis og sömuleiðis friðhelgi hans til einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að frá fornu fari hafi það verið viðtekin regla í mannlegu samfélagi að hver einstaklingur beri ákveðið nafn til auðkenningar frá öðrum mönnum. Nafnauðkenning væri samofin persónuleika manna, bæði í eigin vitund og í hugum annarra. Nafnið væri því hluti af manninum, bæði í huglægum og félagslegum skilningi. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að nefndinni hafi réttilega borið að horfa til þess hvaða merkingu nafnið Lúsífer getur haft og hvaða skilning megi ætla að almenningur leggi í orðið miðað við málvitund nú á tímum. Þá hafi nefndinni sömuleiðis borið að hafa hugföst ummæli í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi þess efnis að fara bæri mjög varlega við beitingu þess og að eingöngu bæri að hafna beiðni um eiginnafn væri talið ljóst að nafngiftin teldist neikvæð og óvirðuleg. Taldi dómurinn víst að nefndin hefði gert það. Héraðsdómur mat það svo að stefndandinn hefði ekki lagt fram nein gögn eða sett fram haldbær rök sem hnekkt gætu því mati mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama. Taldi dómurinn sannað með gögnum málsins að mannanafnanefnd hefði staðið rétt að ákvörðun sinni og niðurstaða nefndarinnar hefði verið byggð á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að ekki væri ástæða til að hrófla við mati nefndarinnar eða niðurstöðu. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Maðurinn kvaðst hafa verið þekktur undir nafninu Lúsífer í rúm 20 ár en þar sem að Lúsífer hefur ekki verið samþykkt sem eiginnafn þá hefur hann ekki getað breytt nafni sínu í þjóðskrá. Hann sendi því erindi til mannanafnanefndar í desember 2019, þar sem hann óskaði eftir því að eiginnafnið Lúsífer yrði samþykkt. Í janúar 2020 kvað Mannanafnanefnd upp þann úrskurð að beiðni mannsins væri hafnað á grundvelli þess að nafnið Lúsífer væri eitt af nöfnum djöfulsins. Taldi mannanafnanefnd ljóst að það gæti orðið nafnbera til ama. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, annars vegar til ógildingar á framangreindum úrskurði mannanafnanefndar og hins vegar til viðurkenningar á því að hann mætti bera eiginnafnið Lúsífer. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fyrri kröfuna en þeirri seinni var vísað frá. Maðurinn óskaði þá eftir því að mál hans yrði tekið fyrir að nýju hjá mannanafnanefnd. Var málið endurupptekið og hafnað, rétt eins og í fyrra sinnið. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál fyrir dómstólum. Nafnauðkenning samofin persónuleika manna Málsrök mannsins voru meðal annars þau að jafnræðisregla hefði verið brotin gagnvart honum, brotið hefði verið á réttindum hans til trúfrelsis og sömuleiðis friðhelgi hans til einkalífs. Hann vísaði einnig til þess að frá fornu fari hafi það verið viðtekin regla í mannlegu samfélagi að hver einstaklingur beri ákveðið nafn til auðkenningar frá öðrum mönnum. Nafnauðkenning væri samofin persónuleika manna, bæði í eigin vitund og í hugum annarra. Nafnið væri því hluti af manninum, bæði í huglægum og félagslegum skilningi. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að nefndinni hafi réttilega borið að horfa til þess hvaða merkingu nafnið Lúsífer getur haft og hvaða skilning megi ætla að almenningur leggi í orðið miðað við málvitund nú á tímum. Þá hafi nefndinni sömuleiðis borið að hafa hugföst ummæli í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi þess efnis að fara bæri mjög varlega við beitingu þess og að eingöngu bæri að hafna beiðni um eiginnafn væri talið ljóst að nafngiftin teldist neikvæð og óvirðuleg. Taldi dómurinn víst að nefndin hefði gert það. Héraðsdómur mat það svo að stefndandinn hefði ekki lagt fram nein gögn eða sett fram haldbær rök sem hnekkt gætu því mati mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama. Taldi dómurinn sannað með gögnum málsins að mannanafnanefnd hefði staðið rétt að ákvörðun sinni og niðurstaða nefndarinnar hefði verið byggð á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að ekki væri ástæða til að hrófla við mati nefndarinnar eða niðurstöðu. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43
Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. 3. júní 2022 16:31