„Maður var bara hálfsmeykur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:34 Mildi þykir að ekki fór verr er aurskriða féll á veginn. Vísir/Tryggvi Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. Tveir bílar sem voru á veginum þegar skriðan féll lentu í henni miðri og enduðu utan vegar. Þrír voru í bílunum en engan þeirra sakaði. Það var um sex leytið í morgun sem skriðan féll en íbúar á bænum urðu ekki varir við neitt. „Við fréttum af þessu fyrst þegar lögreglan hringdi í morgun og sagði okkur frá þessu. Það var það hvasst í morgun að maður heyrði ekki neitt fyrir vindunum en það eru alveg ægilegir skruðningar þarna núna enn þá. Maður heyrir það núna. Það er að leka þarna vatn og hrynja grjót. Bévaður óþverri,“ segir Guðmundur Björnsson bóndi á Fagrabæ. Klippa: Aurskriða féll nálægt Fagrabæ í Grýtubakkahreppi Mildi að ekki fór verr Hann skoðaði aðstæður fyrir stundu og segir sárið í fjallinu stórt. „Þar sem er breiðast í miðju fallinu myndi ég skjóta á svona tvo hundruð metra breitt. Það mjókkar bæði upp og niður og dreifir sér svolítið þarna. Fer yfir túnin hjá mér þarna upp frá og girðingar og vegriðið náttúrulega á veginum og lengdin þarna upp og niður það eru tveir, þrír kílómetrar eða eitthvað. Maður sér nú svo sem ekkert nema svona brúnt sár eins og er með allar svona skriður. Alveg ofan af eiginlega toppi af fjallinu og það rétt vantar aðeins að það fari niður í sjó og bíll þarna á leiðinni niður í sjóinn. Alveg hrikalegt að sjá það. Ég hefði ekki viljað vera í honum. Það er eiginlega það hrikalegasta.“ Litlu hafi mátt muna að bílarnir hafi endað úti í sjó.. „Hann fór býsna langt niður eftir. Það vantar ekkert rosa mikið upp á að hann fari alveg fram af.“ Mikil læti Guðmundur segir að sér hafi ekki litist á blikuna þegar hann skoðaði svæðið í morgun. „Ég var nú frekar fljótur til baka. Það voru svo mikil læti. Maður var bara hálfsmeykur. Maður verður ekkert voðalega stór þegar náttúruöflin eru annars vegar.“ Hann er þó ekki á því að yfirgefa heimili sitt að svo stöddu. „Auðvitað getur þetta komið á fleiri stöðum hérna. Það er fjall hérna fyrir ofan hjá okkur en nei nei, við erum ekkert að hugsa um að fara neitt.“ Snjóflóð hafa stundum fallið á svæðinu en aurskriður eru ekki það sem íbúar eiga að venjast. „Það var kominn pínu snjór þarna uppi í fjöllin sem að náttúrulega er búinn að bráðna núna mjög hratt. Það hefur verið sjálfsagt í bland við þessa rigningu sem var fyrir nokkrum dögum síðan án þess ég viti það en það hefur ekki rignt í allavega fjóra daga en þar áður mjög mikið.“ Hlýtt miðað við árstíma Guðmundur segir þó söguna sýna að aurskriður hafi áður fallið á svæðinu. „Það var hérna bær hérna, torfbær, hérna í gamla daga fyrir eitthvað hundrað og fimmtíu árum síðan sem fór í drulluflóði.“ Óvenjulegt tíðafar hafi mögulega sitt að segja en miðað við árstíma hefur verið fremur hlýtt. „Það er náttúrulega núna tíu stiga hiti og sunnanvindur þannig það er náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig þetta veður er núna.ׅ“ Fylgst vel með Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í morgun og hafa farið vel yfir stöðuna. „Það sem sagt virðist vera leysingaskriða en við eigum eftir í rauninni að fá staðfest samt sem áður nákvæmlega hvers eðlis hún er.“ segir Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegurinn til Grenivíkur er enn lokaður. Þá er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur og hvort hætta sé á að fleiri skriður falli. „Það er alltaf mjög erfitt að spá fyrir um svona leysingaskriður en við reynum að meta það sem að hægt er en þetta er svo staðbundið alltaf. Þannig það er ekki hægt að spá fyrir þeim og í rauninni erfitt að segja hvort að það séu aðstæður en það sem við sjáum munum við koma á framfæri ef það verður hægt að meta það.“ Esther segir vel fylgst með Austurlandi og Suðausturlandi núna vegna rigninganna undanfarið. „Það er náttúrulega óvenju hlýtt núna og það er það sem að kannski veldur þessu að það er óvenju hlýtt. Svo kemur þarna meiri vindur sem orsakar það að leysingin verður hraðri og það væntanlega nægir og svo er það algjörlega staðbundið hvort að lækur stíflast og veldur þessu eða eitthvað þess háttar.“ Grýtubakkahreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar aurskriða féll á veginn við Fagrabæ í Grýtubakkahreppi í grennd við Grenivík snemma í morgun. Tveir bílar sem voru á veginum þegar skriðan féll lentu í henni miðri og enduðu utan vegar. Þrír voru í bílunum en engan þeirra sakaði. Það var um sex leytið í morgun sem skriðan féll en íbúar á bænum urðu ekki varir við neitt. „Við fréttum af þessu fyrst þegar lögreglan hringdi í morgun og sagði okkur frá þessu. Það var það hvasst í morgun að maður heyrði ekki neitt fyrir vindunum en það eru alveg ægilegir skruðningar þarna núna enn þá. Maður heyrir það núna. Það er að leka þarna vatn og hrynja grjót. Bévaður óþverri,“ segir Guðmundur Björnsson bóndi á Fagrabæ. Klippa: Aurskriða féll nálægt Fagrabæ í Grýtubakkahreppi Mildi að ekki fór verr Hann skoðaði aðstæður fyrir stundu og segir sárið í fjallinu stórt. „Þar sem er breiðast í miðju fallinu myndi ég skjóta á svona tvo hundruð metra breitt. Það mjókkar bæði upp og niður og dreifir sér svolítið þarna. Fer yfir túnin hjá mér þarna upp frá og girðingar og vegriðið náttúrulega á veginum og lengdin þarna upp og niður það eru tveir, þrír kílómetrar eða eitthvað. Maður sér nú svo sem ekkert nema svona brúnt sár eins og er með allar svona skriður. Alveg ofan af eiginlega toppi af fjallinu og það rétt vantar aðeins að það fari niður í sjó og bíll þarna á leiðinni niður í sjóinn. Alveg hrikalegt að sjá það. Ég hefði ekki viljað vera í honum. Það er eiginlega það hrikalegasta.“ Litlu hafi mátt muna að bílarnir hafi endað úti í sjó.. „Hann fór býsna langt niður eftir. Það vantar ekkert rosa mikið upp á að hann fari alveg fram af.“ Mikil læti Guðmundur segir að sér hafi ekki litist á blikuna þegar hann skoðaði svæðið í morgun. „Ég var nú frekar fljótur til baka. Það voru svo mikil læti. Maður var bara hálfsmeykur. Maður verður ekkert voðalega stór þegar náttúruöflin eru annars vegar.“ Hann er þó ekki á því að yfirgefa heimili sitt að svo stöddu. „Auðvitað getur þetta komið á fleiri stöðum hérna. Það er fjall hérna fyrir ofan hjá okkur en nei nei, við erum ekkert að hugsa um að fara neitt.“ Snjóflóð hafa stundum fallið á svæðinu en aurskriður eru ekki það sem íbúar eiga að venjast. „Það var kominn pínu snjór þarna uppi í fjöllin sem að náttúrulega er búinn að bráðna núna mjög hratt. Það hefur verið sjálfsagt í bland við þessa rigningu sem var fyrir nokkrum dögum síðan án þess ég viti það en það hefur ekki rignt í allavega fjóra daga en þar áður mjög mikið.“ Hlýtt miðað við árstíma Guðmundur segir þó söguna sýna að aurskriður hafi áður fallið á svæðinu. „Það var hérna bær hérna, torfbær, hérna í gamla daga fyrir eitthvað hundrað og fimmtíu árum síðan sem fór í drulluflóði.“ Óvenjulegt tíðafar hafi mögulega sitt að segja en miðað við árstíma hefur verið fremur hlýtt. „Það er náttúrulega núna tíu stiga hiti og sunnanvindur þannig það er náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig þetta veður er núna.ׅ“ Fylgst vel með Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í morgun og hafa farið vel yfir stöðuna. „Það sem sagt virðist vera leysingaskriða en við eigum eftir í rauninni að fá staðfest samt sem áður nákvæmlega hvers eðlis hún er.“ segir Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegurinn til Grenivíkur er enn lokaður. Þá er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur og hvort hætta sé á að fleiri skriður falli. „Það er alltaf mjög erfitt að spá fyrir um svona leysingaskriður en við reynum að meta það sem að hægt er en þetta er svo staðbundið alltaf. Þannig það er ekki hægt að spá fyrir þeim og í rauninni erfitt að segja hvort að það séu aðstæður en það sem við sjáum munum við koma á framfæri ef það verður hægt að meta það.“ Esther segir vel fylgst með Austurlandi og Suðausturlandi núna vegna rigninganna undanfarið. „Það er náttúrulega óvenju hlýtt núna og það er það sem að kannski veldur þessu að það er óvenju hlýtt. Svo kemur þarna meiri vindur sem orsakar það að leysingin verður hraðri og það væntanlega nægir og svo er það algjörlega staðbundið hvort að lækur stíflast og veldur þessu eða eitthvað þess háttar.“
Grýtubakkahreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira