„Mér fannst hann tæta okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 21:44 Benedikt Gunnar Óskarsson stal senunni á Hlíðarenda í kvöld. vísir/Diego Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“ Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira