BLAST forkeppnin: Dusty í úrslitin Snorri Rafn Hallsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Dusty sló Ármann út í 2 leikjum í gærkvöldi og mætir SAGA í kvöld í úrslitum BLAST forkeppninnar Í þessari næst síðustu viðureign BLAST forkeppninar léku Dusty og Ármann upp á hvort liðið kæmist í úrslitin. Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði með Detinate, EddezeNNN, StebbaC0C0, TH0R og B0nda innanborðs. Lið Ármanns var eilítið frábrugðið þeim hópi sem leikið hefur í Ljósleiðaradeildinni í vetur en auk Vargs, Ofvirks og Hypers spila Brnr og Snowy nú með liðinu. Leikur 1: Inferno Dusty fór afar vel af stað í vörninni í fyrri hálfleik og vann hvorki meira né minna en fyrstu 9 lotur leiksins. Fremstur í flokki var TH0R á vappanum en EddezeNNN og Detinate létu sitt ekki eftir liggja. Ármann fann svo kraftinn undir lok hálfleiks og tókst að minnka muninn niður í 5 stig áður en hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Ármann Aftur hafði Dusty betur í upphafslotum hálfleiks en Ármann minnkaði muninn örlítið á ný þegar bæði lið voru fullvopnuð. Eftir það skiptust liðin á lotum og Dusty vann því leikinn með forskotinu úr fyrri hálfleik. Lokastaða: Dusty 16 – 11 Ármann Dusty megin stóð TH0R sig best allra með 25 fellur og 3 aðstoðarskot, en Vargur bara höfuð og herðar yfir leikmenn Ármanns með 27 fellur og 5 aðstoðarskot. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leik var 1–0 fyrir Dusty. Leikur 2: Mirage Dusty hóf annan leik kvöldsins í sókn og krækti sér strax í fyrstu 3 lotur leiksins. Liðið hafði leikinn í höndum sér og tókst oftar en ekki að tengja saman nokkrar lotur í röð til að halda aftur af varnartilraunum og fjárhag Ármanns. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Ármanni tókst að gera slíkt hið sama en þó liðið ynni síðustu þrjár loturnar hafði Dusty örugga forystu. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 Ármann Enga veikleika var að finna á vörn Dusty í síðari hálfleik og þaut liðið fram úr Ármanni með því að vinna fyrstu 5 lotur hálfleiksins. Staðan var því 14–6 fyrir Dusty og brekkan brött fyrir Ármann. Ágætir tilburðir um miðjan hálfleikinn höfðu lítið að segja því stjörnuleikmennirnir Ofvirkur og Vargur höfði lítið látið á sér bera allan leikinn. Fjórföld fella frá TH0R gerði svo útslagið og tryggði Dusty ekki bara sigurinn í leiknum heldur líka í einvíginu. Lokastaða: Dusty 16 – 10 Ármann StebbiC0C0 var atkvæðamestur Dusty manna með 23 fellur og 2 aðstoðarskot á meðan Brnr dró vagn Ármanns með 27 fellum og 3 aðstoðarskotum. Dusty vann einvígið 2–0 og mætir SAGA í kvöld klukkan 20:00. Hægt er að fylgjast með leiknum á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Það lið sem ber sigur úr býtum tekur þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið. Dusty Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn
Í þessari næst síðustu viðureign BLAST forkeppninar léku Dusty og Ármann upp á hvort liðið kæmist í úrslitin. Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði með Detinate, EddezeNNN, StebbaC0C0, TH0R og B0nda innanborðs. Lið Ármanns var eilítið frábrugðið þeim hópi sem leikið hefur í Ljósleiðaradeildinni í vetur en auk Vargs, Ofvirks og Hypers spila Brnr og Snowy nú með liðinu. Leikur 1: Inferno Dusty fór afar vel af stað í vörninni í fyrri hálfleik og vann hvorki meira né minna en fyrstu 9 lotur leiksins. Fremstur í flokki var TH0R á vappanum en EddezeNNN og Detinate létu sitt ekki eftir liggja. Ármann fann svo kraftinn undir lok hálfleiks og tókst að minnka muninn niður í 5 stig áður en hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Ármann Aftur hafði Dusty betur í upphafslotum hálfleiks en Ármann minnkaði muninn örlítið á ný þegar bæði lið voru fullvopnuð. Eftir það skiptust liðin á lotum og Dusty vann því leikinn með forskotinu úr fyrri hálfleik. Lokastaða: Dusty 16 – 11 Ármann Dusty megin stóð TH0R sig best allra með 25 fellur og 3 aðstoðarskot, en Vargur bara höfuð og herðar yfir leikmenn Ármanns með 27 fellur og 5 aðstoðarskot. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leik var 1–0 fyrir Dusty. Leikur 2: Mirage Dusty hóf annan leik kvöldsins í sókn og krækti sér strax í fyrstu 3 lotur leiksins. Liðið hafði leikinn í höndum sér og tókst oftar en ekki að tengja saman nokkrar lotur í röð til að halda aftur af varnartilraunum og fjárhag Ármanns. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Ármanni tókst að gera slíkt hið sama en þó liðið ynni síðustu þrjár loturnar hafði Dusty örugga forystu. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 Ármann Enga veikleika var að finna á vörn Dusty í síðari hálfleik og þaut liðið fram úr Ármanni með því að vinna fyrstu 5 lotur hálfleiksins. Staðan var því 14–6 fyrir Dusty og brekkan brött fyrir Ármann. Ágætir tilburðir um miðjan hálfleikinn höfðu lítið að segja því stjörnuleikmennirnir Ofvirkur og Vargur höfði lítið látið á sér bera allan leikinn. Fjórföld fella frá TH0R gerði svo útslagið og tryggði Dusty ekki bara sigurinn í leiknum heldur líka í einvíginu. Lokastaða: Dusty 16 – 10 Ármann StebbiC0C0 var atkvæðamestur Dusty manna með 23 fellur og 2 aðstoðarskot á meðan Brnr dró vagn Ármanns með 27 fellum og 3 aðstoðarskotum. Dusty vann einvígið 2–0 og mætir SAGA í kvöld klukkan 20:00. Hægt er að fylgjast með leiknum á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Það lið sem ber sigur úr býtum tekur þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið.
Dusty Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn
BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00
BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13
BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01
BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01
BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52