Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba.
Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór.
Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms.
„15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi.
Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi.
Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar.