„Það þorði enginn í okkur Bjössa“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:54 „Kannski var þetta ástæðan að enginn var í bænum,“ skrifaði Jói Fel í færslu á Instagram og birti þar meðfylgjandi mynd af þeim félögum í dyravörslunni. „Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins. Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“ Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“
Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11