Ekki sá praktískasti en einn sá svalasti Bjarki Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2022 08:02 BMW 330e M-tech er ansi flottur. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í áttunda þætti er BMW 330e M-tech tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. James segir bílinn vera tilvalinn fyrir þá sem hafa gaman af því að keyra bíla og af því að vera til. Bíllinn er með afturhjóladrif og heil 290 hestöfl. Þá er hann hybrid og kemst fjörutíu kílómetra á rafmagninu einu. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - BMW 330e M-tech „Þessi bíll er ekkert sérstaklega praktískur en það er lítið mál að koma barnastól fyrir í aftursætinu. Maður kemur fyrir einum ellefu kílóa gúrkukassa í skottinu. Svo er ágætis pláss fyrir mann sem er sirka einn og níutíu aftur í,“ segir James Einar. Litasamsetning bílsins er útpæld. Bíllinn sjálfur er appelsínugulur með appelsínugulum ljósum að innan. Svo eru bláir saumar í sætum og á mælaborði. Bremsurnar eru bláar en allt annað utan á bílnum er svart. James segist kunna vel að meta hversu mikið er pælt í litina. Bílar Tork gaur Vistvænir bílar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. James segir bílinn vera tilvalinn fyrir þá sem hafa gaman af því að keyra bíla og af því að vera til. Bíllinn er með afturhjóladrif og heil 290 hestöfl. Þá er hann hybrid og kemst fjörutíu kílómetra á rafmagninu einu. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - BMW 330e M-tech „Þessi bíll er ekkert sérstaklega praktískur en það er lítið mál að koma barnastól fyrir í aftursætinu. Maður kemur fyrir einum ellefu kílóa gúrkukassa í skottinu. Svo er ágætis pláss fyrir mann sem er sirka einn og níutíu aftur í,“ segir James Einar. Litasamsetning bílsins er útpæld. Bíllinn sjálfur er appelsínugulur með appelsínugulum ljósum að innan. Svo eru bláir saumar í sætum og á mælaborði. Bremsurnar eru bláar en allt annað utan á bílnum er svart. James segist kunna vel að meta hversu mikið er pælt í litina.
Bílar Tork gaur Vistvænir bílar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent