Elon Musk: Tesla Semi flutningabíll komst 800 km full lestaður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Tesla Semi. Flutningabíllinn Tesla Semi fór 800 kílómetra á einni hleðslu full lestaður, samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Afhendingar á Semi munu hefjast á næstu dögum. Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Musk tvítaði að bíllinn heði farið 800 km (500 mílur) með jafngildi 36,7 tonna í eftirdragi. Það er engin ástæða til að draga niðurstöðuna í efa en það hefði verið áhugavert að vita við hvaða aðstæður og hversu hratt bíllinn fór. Tesla team just completed a 500 mile drive with a Tesla Semi weighing in at 81,000 lbs!— Elon Musk (@elonmusk) November 27, 2022 Flutningabíllinn er framleiddur í Reno, Nevada og ætlunin er að auka framleiðslugetuna hratt og ná á árinu 2024 framleiðslugetu upp á 50.000 bíla á ári. Það væri rúmlega 100 eintök á dag. Í dag er framleiðslugetan samkvæmt einhverjum heimildum um 100 eintök í ár. Tesla Semi í Pepsi-útliti. Pepsico pantaði nokkurn fjölda. Orkunýting Semi er 1,24 kWh/km, bíllinn er um 20 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst þegar hann er full lestaður og getur hlaðið sig upp um 70% á um 30 mínútum. Rafhlaðan er 1000 kWh og eldsneytissparnaður er um 28,7 milljónir króna á um þremur árum, samkvæmt útreikningum Tesla. Grunnverðið á Tesla Semi með 450 km drægni, full lestaður er um 21,5 milljón króna.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent