Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. desember 2022 07:00 Sara Dís og Þorvaldur Davíð voru átrúnaðargoð fjölmargra barna þegar stórsmellurinn Skólarapp kom út Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari og Sara Dís Hjaltested sungu lagið inn á plötuna Barnabros 2 árið 1995, þegar þau voru sjálf í grunnskóla. Lagið sló strax í gegn og hefur verið vinsælt allar götur síðan. Árið 2017 var lagið endurútgefið í tilefni af degi rauða nefsins, þar sem upprunalegu flytjendurnir, Þorvaldur og Sara Dís komu fram ásamt helstu röppurum landsins. Fínasta útgáfa en á þó ekkert í þá upprunalegu að okkar mati. Gamla góða klassíkin er jú alltaf best. Landslið rappara kom saman að endurútgáfu lagsins árið 2017. Tónlist Jóladagatal Vísis Mest lesið Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Jóladagatal Vísis: Fastur á Vesturlandsvegi í tvær klukkustundir Jól Unaðsleg eplakaka með möndlum Jól Jólatrén fimm þegar mest var Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Hlýjar minningar gamalla jólakorta á borðstofuborðinu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól
Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari og Sara Dís Hjaltested sungu lagið inn á plötuna Barnabros 2 árið 1995, þegar þau voru sjálf í grunnskóla. Lagið sló strax í gegn og hefur verið vinsælt allar götur síðan. Árið 2017 var lagið endurútgefið í tilefni af degi rauða nefsins, þar sem upprunalegu flytjendurnir, Þorvaldur og Sara Dís komu fram ásamt helstu röppurum landsins. Fínasta útgáfa en á þó ekkert í þá upprunalegu að okkar mati. Gamla góða klassíkin er jú alltaf best. Landslið rappara kom saman að endurútgáfu lagsins árið 2017.
Tónlist Jóladagatal Vísis Mest lesið Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Jól Jóladagatal Vísis: Fastur á Vesturlandsvegi í tvær klukkustundir Jól Unaðsleg eplakaka með möndlum Jól Jólatrén fimm þegar mest var Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Hlýjar minningar gamalla jólakorta á borðstofuborðinu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól