Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn kviknaði þegar íbúinn var að elda en þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn byrjaður að læsa sig í eldhúsinnréttingunni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var íbúðin reyklosuð eftir á.
Íbúinn var fluttur á slysadeild til frekari skoðunar eftir eldinn.