Fyrrverandi forseti Kína látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:30 Kona tekur mynd af mynd af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, á þjóðmiðjasafni í Beijing árið 2018. Vísir/EPA Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann. Kína Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann.
Kína Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira