Innlögnum fjölgaði í nóvember og áfram nokkur dauðsföll á mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. desember 2022 08:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir biðlar til fólks að huga að sóttvörnum fyrir hátíðirnar og samkomurnar sem þeim fylgja. Vísir/Egill Enn er nokkur fjöldi að greinast með Covid hér á landi og fjölgaði innlögnum nokkuð mikið í nóvember. Þá látast að meðaltali tveir til fjórir á mánuði vegna Covid. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega yfir hátíðirnar, fara í örvunarbólusetningu og huga að sóttvörnum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir faraldurinn nokkuð stöðugan hér á landi þar sem áfram er ákveðinn hópur að smitast og hluti þeirra að veikjast alvarlega. „Þetta eru kannski 30 til 40 manns í þessum opinberum prófum en við vitum að það eru fleiri en það með sjúkdóminn. Það sem gerðist í nóvember var að það jukust innlagnir og þá aðallega á Landspítalanum. Í fyrradag voru þetta 25 sem voru inniliggjandi en í byrjum mánaðar voru þetta meira bara fimm til átta,“ segir Guðrún. Enn eru einstaklingar að látast vegna Covid og að sögn Guðrúnar hafa dauðsföllin verið um tvö til fjögur á mánuði. Frá janúar til september 2022 voru 180 dauðsföll skráð og viðbúið að þeim muni fjölga. „Fólk er að deyja, þó það séu bara nokkrir þá eru það samt þeir og það er erfitt fyrir þeirra fólk, þeirra fjölskyldu og alla. Þetta er alvarlegt mál,“ segir Guðrún. Bóluefnin og sóttvarnir helsta vörnin Ákveðið var á dögunum að hvetja fólk eldri en 60 ára til að mæta í örvunarbólusetningu, þar sem eldri einstaklingar eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Þáttakan hefur að sögn Guðrúnar verið góð en mætti vera betri, sérstaklega hjá þeim sem eru 60 til 70 ára en um helmingur þeirra hefur fengið fjórða skammtinn. „Vörnin af bólusetningu dvínar á nokkrum mánuðum, hún fer ekkert niður í núll en hún minnkar. Það eru rannsóknir sem styðja það og þess vegna erum við að hvetja fólk til þess ef það er kominn tími, þrír eða fjórir mánuðir, að fólk fari þá í örvunarbólusetningu, þeir sem að hafa ekki gert það,“ segir Guðrún. Það er þó ekki aðeins Covid sem verið er að glíma við heldur eru ýmsar pestir að herja á landann, þar á meðal inflúensa, RS-veiran, sem leggst þó aðallega á lítil börn og eldri fólk, og nóró niðurgangspestin. Nú þegar hátíðirnar eru í nánd og samkomur eru víða segir Guðrún full ástæða fyrir fólk til að fara varlega. „Vörnin sem við höfum er náttúrulega bólusetningar gegn Covid og inflúensu og svo sóttvarnir, það er að fólk reyni að vera heima þegar það er veikt og smiti ekkert aðra því það getur alltaf borist inn í veika hópa eða til viðkvæmra einstaklinga eins og ónæmisbældra, sem að kannski þrátt fyrir bólusetningu geta orðið mjög veikir,“ segir hún. Fylgjast með þróuninni erlendis Aðspurð um hvort fylgst sé sérstaklega með þróuninni þegar kemur að Covid, í ljósi frétta til að mynda frá Kína, segir Guðrún svo vera en að helst sé fylgst náið með Norðurlöndunum og funda þau reglulega með kollegum sínum þar. Í flestum löndum sé Covid á niðurleið. „Það er svona aðeins misjafnt eftir löndum, það eru alltaf einhver lönd sem eru öðruvísi. Það eru kannski alltaf þrjú eða fjögur lönd þar sem þetta er á uppleið þó það sé á niðurleið í hinum löndunum en almennt er þetta svona frekar á niðurleið,“ segir hún. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók saman helstu Covid tíðindin á árinu í annál sem birtist á Vísi í gær en horfa má á hann í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Útbreiddustu mótmæli í Kína í rúmlega þrjátíu ár Mótmæli sem brutust út í fjölda kínverskra borga um helgina eru sögð þau mestu frá því í stúdentauppreisninni sem var barin niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Reiði vegna strangra og langvarandi sóttvarnaaðgerða var kveikjan að mótmælunum. 28. nóvember 2022 09:40