Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. desember 2022 07:00 Það er ekki annað hægt en að hrífast með og komast í gírinn þegar Baggalútur er annars vegar Aðsend Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. Lag dagsins er Kósýheit Par exelens með Baggalút. Um er að ræða upptöku frá árinu 2010 þar sem strákarnir í sveitinni taka lagið Kósíheitr par exelans í þættinum Logi í beinni. Laginu, sem kom út árið 2004, er á heimasíðu Baggalúts lýst sem sennilega besta lagi hljómsveitarinnar. „Og ætti það að duga ágætlega sem hressandi lystauki í byrjun aðventu og afbragðs forréttur jólalagsins sem kemur út í desember.“ Þar segir jafnframt að lagið sé eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara sem gat sér gott orð á áttunda áratugnum fyrir smellnar diskólummur. „En það var upprunalega flutt af hinum grásprengda Kenny Rogers og hinni barmtroðnu Dolly Parton.“ Þá er ekkert annað í boði en að hækka duglega í græjunum! Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólaauglýsing John Lewis lætur engan ósnortinn Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Matthías Tryggvi flytur jólahugvekju Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól
Lag dagsins er Kósýheit Par exelens með Baggalút. Um er að ræða upptöku frá árinu 2010 þar sem strákarnir í sveitinni taka lagið Kósíheitr par exelans í þættinum Logi í beinni. Laginu, sem kom út árið 2004, er á heimasíðu Baggalúts lýst sem sennilega besta lagi hljómsveitarinnar. „Og ætti það að duga ágætlega sem hressandi lystauki í byrjun aðventu og afbragðs forréttur jólalagsins sem kemur út í desember.“ Þar segir jafnframt að lagið sé eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara sem gat sér gott orð á áttunda áratugnum fyrir smellnar diskólummur. „En það var upprunalega flutt af hinum grásprengda Kenny Rogers og hinni barmtroðnu Dolly Parton.“ Þá er ekkert annað í boði en að hækka duglega í græjunum!
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól Klassískt lag úr Mamma Mia! léttir lundina Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastressið hverfur með sjósundi Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólaauglýsing John Lewis lætur engan ósnortinn Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Matthías Tryggvi flytur jólahugvekju Jól Þvörusleikir kom til byggða í nótt Jól