Gera ráð fyrir að aðstoða tvö þúsund heimili fyrir jólin: „Þetta er þungur róður fyrir marga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 17:00 Fleiri virðast eiga erfitt fyrir þessi jól en árið áður, ef marka má umsóknir til Mæðrastyrksnefndar. Vísir/Vilhelm Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvö þúsund heimili leiti til þeirra fyrir jólin en um er að ræða ívið meiri fjölda en á fyrri árum. Ljóst sé að staðan í samfélaginu reynist mörgum erfið og er róðurinn þungur víða. Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is. Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is.
Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira