25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 07:37 Frá aðgerðum lögrelgu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun þar sem húsleit var gerð. Getty Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar. Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar.
Þýskaland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira