25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 07:37 Frá aðgerðum lögrelgu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun þar sem húsleit var gerð. Getty Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar. Þýskaland Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Lögregla greinir frá handtökunum í morgun og að gögn hafi fundist sem bendi til að liðsmenn hreyfingarinnar hafi haft valdarán í hyggju. Hafi ætlunin verið að ráðast inn í þinghúsið í Berlín, „kollsteypa kerfinu“ og koma sitjandi ríkisstjórn frá. Fjöldi þýskra fjölmiðla greina frá málinu í morgun, meðal annars Zeit, Spiegel og Bild. Þar segir að 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, hafi verið aðalskipuleggjandinn, en í hópi hinna handteknu er einnig fyrrverandi þingmaður. Fram kemur að rúmlega þrjú þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í samræmdum aðgerðum og gert húsleit í rúmlega 130 stöðum – heimilum og skrifstofum – í ellefu af sextán löndum Þýskalands snemma í morgun. Þá var einn handtekinn í Austurríki og annar í Ítalíu vegna málsins í morgun. Frá aðgerðum lögreglu í Hessen í morgun.Getty Fram kemur að það sé embætti ríkissaksóknara og alríkislögreglan sem hafi staðið að aðgerðunum í morgun. Nokkurt magn vopna hefur fundist. Zeit segir frá því að lögregla hafi beint sjónum sínum að 52 einstaklingum og hafi 25 þeirra verið handteknir í morgun. Reichsbürger er hægriöfgahreyfing sem viðurkennir ekki lögmæti Þýskaland dagsins í dag. Ennfremur kemur fram í þýskum fjölmiðlum að í hópi hinna handteknu meðal annars aðilar með tengsl við þýska herinn og Birgit Malsack-Winkemann, fyrrverandi þingkona frá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Húsleit var meðal annars gerð í Wannsee-hverfinu í Berlín og í fjallakofa í Bad Lobenstein. Þá var gerð húsleit á bílaverkstæði í Saxlandi og á fleiri stöðum í Bæjaralandi, Hessen, Neðra-Saxlandi og víðar.
Þýskaland Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira