Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 08:11 Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar á árunum 2016 til 2018 um 162 milljónir króna og þannig komið sér hjá því að greiða 71 milljón króna í tekjur og útsvar. Maðurinn millifærði frá reikningi fyrirtækisins og inn á eigin reikning um 322 milljónir króna, en skattrannsóknarstjóri taldi að um væri að ræða vanframtaldar launatekjur, að því er fram kemur í ákæru. Fram kemur í dómi að skattrannsóknarstjóri hafi hafið formlega rannsókn á tekjum og skattskilum mannsins árið 2018. Var niðurstaðan sú að skattframtölin hafi verið efnislega röng þannig að hann hafi vantalið tekjur frá fyrirtækinu samtals að fjárhæð 321 milljón króna. Þær tekjur hefði átt að skattleggja. Greiddi yfirvinnu starfsmanna í reiðufé Maðurinn, sem sagði eina hlutverk sitt hjá Smíðalandi hafa verið að gefa út reikninga, viðurkenndi að hafa tekið við töluverðum fjármunum frá fyrirtækinu og ráðstafað í eigin þágu á þess að hafa gert grein fyrir því á skattframtölum. Hann mótmælti þó að um væri að ræða þá fjárhæð sem ákært var fyrir. Sagði hann að hann hafi greitt yfirvinnu starfsmanna á vegum starfsmannaleigu að hluta með reiðufé sem tekið var út af reikningnum hans. Fram kemur að maðurinn hafi hins vegar ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig öllum þeim fjármunum sem félagið hafi greitt inn á bankareikninga hans á árunum 2016 til 2018 hafi verið ráðstafað. Stórkostlegt hirðuleysi Í dómi segir að framtalsskylda hafi hvílt á manninum, en að hann hafi ekki skýrt rétt frá tekjum og eignum og hafi hann þannig gerst sekur um „stórkostlegt hirðuleysi“. Um leið og hann hafi skilað efnislega röngum skattframtölum hafi brot hans verið fullframið. Maðurinn hlaut sjö mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2012 fyrir skattsvik og mat dómari hæfilega refsingu nú vera fimmtán mánaða fangelsi, auk greiðslu sektar. Fresta skal fullnustu fangelsisvistarinnar og hún látin niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Forsvarsmaðurinn hefur einnig hlotið dóm Forsvarsmaður umrædda fyrirtækis, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2019, hefur einnig verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum sem og peningaþvætti. Hann var á síðasta ári sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. júní 2021 15:04