Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“

Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi.