Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 13:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, og meiddi miðherjinn Lavinia Da Silva. Vísir/Bára Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Hvað áttu að gera þegar atvinnumaður meiðist í svo langan tíma. Njarðvíkingar eru þekktir fyrir að sýna trygglyndi við sína leikmenn en er það nú það rétta í stöðunni. Subway Körfuboltakvöld ræddi stöðuna og framtíð Laviniu Da Silva. „Lavinia, miðherjinn þinn er meidd í þrjá mánuði. Hvað ætlar þú að gera? Mér finnst þetta vera stór spurning fyrir Njarðvík,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þú vildir henda Laviniu út þegar Isabella kom inn,“ skaut Ólöf Helga Pálsdóttir á Hörð. „Já hundrað prósent,“ svaraði Hörður. „Myndir þú þá fá nýjan í staðinn,“ spurði þá Ólöf aftur og Hörður játti því. „Ég myndi gefa ungu stelpunum eins og Lovísu [Bylgju Sverrisdóttur] og Kristu [Gló Magnúsdóttur] bara meiri tækifæri,“ sagði Ólöf Helga. Klippa: Á Njarðvík að reka hina meiddu Laviniu? Leikmennirnir voru spurðir þegar Pálína spilaði „Þær fá tækifæri. Þegar ég var í þessu þá var það oft þannig að við leikmennirnir vorum spurðir. Eigum við að taka annan útlending, hvað finnst ykkur og allt svona. Það var bara liðsfundur,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Mér finnst Njarðvíkurliðið hafa góða leikmenn og þær geta orðið meistarar með þetta lið mínus Laviniu. Ég myndi samt alltaf skoða markaðinn og hvað ég get fengið. Alltaf,“ sagði Pálína. Pálína nefndi einn leikmann sérstaklega en það var Julia Demirer frá Póllandi sem spilaði í efstu deild fyrir áratug en snéri til baka í 1. deildina í fyrra þá orðin fertug. „Svoleiðis karakter inn í þetta lið. Göslara sem tekur fráköst og er ógeðslega stór. Ólöf hún vann titilinn fyrir ykkur,“ sagði Pálína en Ólöf var ekki sammála. „Nei hún glataði titlinum fyrir okkur af því að hún var svo léleg,“ sagði Ólöf. Verum bara raunsæ Þau ræddu líka hvort að það væri gott að hafa leikmenn liðsins með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum með útlendinga. „Ef manneskjan er meidd á báðum öxlum þá er hún aldrei að fara að vera Lavinia í úrslitakeppninni. verum bara raunsæ. Já auðvitað munu þeir alltaf skipta henni út ef hún er meidd í tvo, þrjá mánuði,“ sagði Pálína. „Ég held að Rúnar sé meiri [Jürgen] Klopp en [Jose] Mourinho. Punkturinn minn er þá sá að hann sé ekki nógu miskunnlaus til að kasta henni út,“ sagði Hörður. Báðar voru þær á því að Lavinia gæti verið áfram í Njarðvík en hafa þær hreinlega efni á því. Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna „Njarðvík! Veistu hvað þær eru duglegar að safna peningum þarna. Njarðvík er ekki að henda einhverjum út,“ sagði Ólöf. „Njarðvíkingar eru loyal og það næstum því bitnar á þeim hvað þeir eru loyal. Það er eitt að vera klár og vera loyal og svo er það líka að vera heimskur og vera loyal,“ sagði Hörður. Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira