PCC á Bakka gæti dregið úr framleiðslu á nýju ári

PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.
Tengdar fréttir

Rekstrartap hjá kísilverinu á Bakka samhliða lækkandi verði á kísilmálmi
Eftir að hafa verið réttum megin við núllið frá lokum síðasta árs varð tap á rekstrinum hjá kísilveri PCC á Bakka á Húsavík á liðnum þriðja ársfjórðungi. Rekstrarumhverfið hefur versnað með lækkandi verði á kísilmálmi samtímis því að hráefniskostnaður hefur hækkað mikið.