„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2022 23:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir það hafa verið klaufaskap að taka ekki bæði stigin í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51