Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. desember 2022 21:21 Flugstjórinn sagði barn hjónanna ekki öruggt með þeim án fylgdar. Vísir/Vilhelm Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. Ferðasaga fjölskyldunnar er löng en upphaflega ætluðu þau að komast heim 2. desember síðastliðinn. Fjölskyldan komst loksins til landsins á föstudag eftir tvær misheppnaðar tilraunir, með hjálp ókunnugrar konu sem átti flug á sama tíma og þau og bauð fram aðstoð sína. „Það er held ég ekkert sem að getur réttlætt það að senda þig út að hliði, í gegnum allt check-in og allt svoleiðis og loka svo á þig hliðinu þegar við vorum búin að gefa upp allar upplýsingar sem að flugfélagið á að þurfa til þess að vita hver við erum og hvað við gætum þurft,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Í fyrstu tilraun hjónanna meinaði flugstjóri þeim að fara um borð án fylgdarmanns. Þau rök voru gefin að barn þeirra væri ekki öruggt í vélinni með foreldrum sínum. Þegar hjónin óskuðu eftir að fá að tala við flugstjóra hafði hann ekki áhuga á því. Í annarri tilraun hafði Eyþór haft samband við Blindrafélagið og bað um aðstoð. Félagið hafði þá samband við SAS og fékk svör sem gáfu til kynna að hjónin gætu flogið heim. Þegar komið var á flugvöllinn voru þau stöðvuð við innritunarborðið og þeim tjáð að þau myndu ekki fá að fljúga. Eyþór segir þessi öryggisrök sem flugstjórinn beri fyrir sig ekki standast og þau byggð á litlu. „Það er miklu líklegra, samkvæmt því sem maður heyrir um flug, að þetta séu svo rosa öruggar samgöngur, að við förum svo til baka heim og lendum í bílslysi. Sem á að vera líklegra en að við lendum í einhverju í fluginu. Þá fer maður svona aðeins að spyrja sig að því, halda þessi öryggisrök miðað við það að það er svo margt annað sem getur gerst og það eru svo margir hlutir sem geta haft áhrif á þína hæfni til þess að bregðast við neyðaraðstæðum,“ segir Eyþór. Eyþór veltir því fyrir sér hvað það sé sem hann geti ekki gert sem skipti jafn miklu máli og raun ber vitni. „Þetta er líka byggt á reglum sem að ég held að hafi orðið til á laugardaginn þegar við fórum að hjóla í flugfélagið. Sem að hafi einfaldlega verið búnar til til þess að vernda þennan flugstjóra sem að neitaði okkur um far,“ segir Eyþór. Eyþór segir fjölskylduna bara hafa verið heppna að finna manneskju sem væri að fara með sama flugi og gæti aðstoðað þau við að komast heim. Orkan seinustu daga hafi bara farið í það að reyna að komast heim og gott sé að vera kominn til fjölskyldu. „Það er mjög gott að koma og fá kaffi hjá mömmu,“ segir Eyþór. Aðspurður hvort þau ætli að leita réttar síns gagnvart SAS segir hann það vera í skoðun. „Við ætlum að skoða þetta áfram, þetta er ekki búið, við erum ekki ánægð með þetta. Þetta fer í þann farveg sem það á að fara. Við ætlum ekki að láta þetta á hilluna,“ segir Eyþór. Í ofanálag á fjölskyldan á flug bókað með SAS heim til Grikklands eftir áramót. „Það er spurning hvort maður hættir sér í það flug,“ segir Eyþór. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Ferðasaga fjölskyldunnar er löng en upphaflega ætluðu þau að komast heim 2. desember síðastliðinn. Fjölskyldan komst loksins til landsins á föstudag eftir tvær misheppnaðar tilraunir, með hjálp ókunnugrar konu sem átti flug á sama tíma og þau og bauð fram aðstoð sína. „Það er held ég ekkert sem að getur réttlætt það að senda þig út að hliði, í gegnum allt check-in og allt svoleiðis og loka svo á þig hliðinu þegar við vorum búin að gefa upp allar upplýsingar sem að flugfélagið á að þurfa til þess að vita hver við erum og hvað við gætum þurft,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Í fyrstu tilraun hjónanna meinaði flugstjóri þeim að fara um borð án fylgdarmanns. Þau rök voru gefin að barn þeirra væri ekki öruggt í vélinni með foreldrum sínum. Þegar hjónin óskuðu eftir að fá að tala við flugstjóra hafði hann ekki áhuga á því. Í annarri tilraun hafði Eyþór haft samband við Blindrafélagið og bað um aðstoð. Félagið hafði þá samband við SAS og fékk svör sem gáfu til kynna að hjónin gætu flogið heim. Þegar komið var á flugvöllinn voru þau stöðvuð við innritunarborðið og þeim tjáð að þau myndu ekki fá að fljúga. Eyþór segir þessi öryggisrök sem flugstjórinn beri fyrir sig ekki standast og þau byggð á litlu. „Það er miklu líklegra, samkvæmt því sem maður heyrir um flug, að þetta séu svo rosa öruggar samgöngur, að við förum svo til baka heim og lendum í bílslysi. Sem á að vera líklegra en að við lendum í einhverju í fluginu. Þá fer maður svona aðeins að spyrja sig að því, halda þessi öryggisrök miðað við það að það er svo margt annað sem getur gerst og það eru svo margir hlutir sem geta haft áhrif á þína hæfni til þess að bregðast við neyðaraðstæðum,“ segir Eyþór. Eyþór veltir því fyrir sér hvað það sé sem hann geti ekki gert sem skipti jafn miklu máli og raun ber vitni. „Þetta er líka byggt á reglum sem að ég held að hafi orðið til á laugardaginn þegar við fórum að hjóla í flugfélagið. Sem að hafi einfaldlega verið búnar til til þess að vernda þennan flugstjóra sem að neitaði okkur um far,“ segir Eyþór. Eyþór segir fjölskylduna bara hafa verið heppna að finna manneskju sem væri að fara með sama flugi og gæti aðstoðað þau við að komast heim. Orkan seinustu daga hafi bara farið í það að reyna að komast heim og gott sé að vera kominn til fjölskyldu. „Það er mjög gott að koma og fá kaffi hjá mömmu,“ segir Eyþór. Aðspurður hvort þau ætli að leita réttar síns gagnvart SAS segir hann það vera í skoðun. „Við ætlum að skoða þetta áfram, þetta er ekki búið, við erum ekki ánægð með þetta. Þetta fer í þann farveg sem það á að fara. Við ætlum ekki að láta þetta á hilluna,“ segir Eyþór. Í ofanálag á fjölskyldan á flug bókað með SAS heim til Grikklands eftir áramót. „Það er spurning hvort maður hættir sér í það flug,“ segir Eyþór.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira