Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2022 22:54 Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. Deiluaðilar hafa sætt fjölmiðlabanni að beiðni Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara um helgina. Af því má lesa að hann vill að deiluaðilar hafi fullan fókus á samningaborðið. Rúm vika er síðan SA og SGS náðu samkomulagi um skammtíma kjarasamnings út næsta ár. Fréttastofa tók púlsinn á þremur af félögunum sautján undir hatti SGS sem sömdu við SA á föstudag. Af formönnum þeirra að dæma ríkti ánægja með nýja samninginn og áttu allir von á að hann yrði samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stendur yfir til 19. desember. Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur heyra undir SGS en klufu sig frá viðræðunum við SA. Á borðinu hjá deiluaðilum hjá sáttasemjara í Borgartúninu er skammtíma samningur til næsta árs. Náist ekki samkomulag um slíkan samning er ljóst að öllu víðtækari viðræður þurfa að fara fram um samning til lengri tíma. Aðalsteinn sagði við fréttstofu í morgun að enn væri von til þess að viðsemjendur kæmust að niðurstöðu. Síðan þá hefur verið fundað stíft með matarhléum inn á milli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sást einmitt ganga úr húsi þegar fréttamanna bar að garði um sexleytið í dag. Hann virðist þó einfaldlega hafa fengið að fara augnablik úr húsi til að næra sig í matarhléi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum í dag Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00. 11. desember 2022 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Deiluaðilar hafa sætt fjölmiðlabanni að beiðni Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara um helgina. Af því má lesa að hann vill að deiluaðilar hafi fullan fókus á samningaborðið. Rúm vika er síðan SA og SGS náðu samkomulagi um skammtíma kjarasamnings út næsta ár. Fréttastofa tók púlsinn á þremur af félögunum sautján undir hatti SGS sem sömdu við SA á föstudag. Af formönnum þeirra að dæma ríkti ánægja með nýja samninginn og áttu allir von á að hann yrði samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stendur yfir til 19. desember. Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur heyra undir SGS en klufu sig frá viðræðunum við SA. Á borðinu hjá deiluaðilum hjá sáttasemjara í Borgartúninu er skammtíma samningur til næsta árs. Náist ekki samkomulag um slíkan samning er ljóst að öllu víðtækari viðræður þurfa að fara fram um samning til lengri tíma. Aðalsteinn sagði við fréttstofu í morgun að enn væri von til þess að viðsemjendur kæmust að niðurstöðu. Síðan þá hefur verið fundað stíft með matarhléum inn á milli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sást einmitt ganga úr húsi þegar fréttamanna bar að garði um sexleytið í dag. Hann virðist þó einfaldlega hafa fengið að fara augnablik úr húsi til að næra sig í matarhléi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum í dag Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00. 11. desember 2022 10:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum í dag Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00. 11. desember 2022 10:45