Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 11:31 Bjarni Fritzson vill einbeita sér að þjálfun síns liðs en ekki að því að reyna að hafa áhrif á dómara. VÍSIR/BÁRA Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira