Rudisha hefur unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum en hann vann 800 metra hlaupið á bæði ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016.
David Rudisha after surviving a crash landing in Amboseli pic.twitter.com/aFzB6exHAl
— Kenyans.co.ke (@Kenyans) December 11, 2022
Hinn 33 ára gamli Rudisha sagði frá óhappinu í samtali við Daily Nation vefinn.
„Allt var í fínu lagi fyrstu sjö til átta mínúturnar af fluginu en skyndilega stöðvaðist vélin,“ sagði David Rudisha.
„Við sluppum öll út lifandi með smá meiðsli og fengum meðhöndlun vegna þeirra áður en við voru útskrifuð af sjúkrahúsi,“ sagði Rudisha.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rudisha sleppur lifandi úr slysi. Í ágúst 2010 slapp hann vel úr bílslysi eftir að hafa fengið rútu framan á sig.
Engine went quiet suddenly Rudisha retells deadly plane crash pic.twitter.com/AM7yVCuDx3
— K24 TV (@K24Tv) December 12, 2022
Rudisha er heimsmethafinn í 800 metra hlaupi og sá eini sem hefur hlaupið vegalengdina á undir einni mínútur og 41 sekúndu. Hann á þrjá fljótustu tímanna frá upphafi í 800 metra hlaupinu og á enn fremur sex af þeim átta bestu.
Auk þess að vinna Ólympíugullin 2012 og 2016 þá varð hann einnig heimsmeistari 2011 í Daegu og 2015 í Peking.