Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 14:02 Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, segir óþarft að hafa áhyggjur. Getty Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022 Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08