„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Atli Arason skrifar 14. desember 2022 23:00 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn