Dómarar Stjörnuleiksins Eyjum þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 09:33 Gummi Kára stjórnaði söngnum inn í klefa fyrir Stjörnuleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók vel undir. S2 Sport Hinn árlegi stjörnuleikur fór fram í Vestmannaeyjum um helgina þar sem handboltastjörnur úr íþróttafélaginu Ægi létu ljós sitt skína. Svava Kristín Gretarsdóttir kannaði betur hvað var í gangi. Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn. ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íþróttafélagið Ægir er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Á þessu ári hófust reglulegar handboltaæfingar fyrir iðkendur við mikinn fögnuð. Það mátti sjá miklar framfarir hjá leikmönnum frá síðasta ári. Líkt og síðustu ár voru þeir Magnús Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson þjálfarar liðanna. Gátu þeir sameinað krafta sína fyrir leik þar sem liðin deila klefa. Þar hituðu allir upp með góðum hópsöng. Í sitthvoru liðinu mátti finna leikmenn úr Olís deildinni. Þeir Rúnar Kárason og Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV voru í Hvíta liðinu en Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í rauða liðinu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni, fyrrum leikmanni ÍBV. Dramatíkin var mikil og dómarar leiksins þurftu tvívegis að kíkja í Varsjána. Kári Kristján tók leikhlé til að fara yfir leikinn á lokakaflanum og stilla upp í næstu sókn með sínum leikmönnum. Enn eitt árið var samt jafntefli niðurstaðan og bæði lið fögnuðu innilega eftir leikinn. „Þetta er alltaf hökuleikur í desember og ég alltaf mjög glaður þegar ég er búinn að keppa,“ sagði Stefán Róbertsson, leikmaður Stjörnuliðsins. Hann lét vaða á markið í leiknum. „Ég hef alltaf verið skotfastur, bara síðan ég var lítill,“ sagði Stefán. „Við vorum mjög nálægt því að tapa þessu í dag en sem betur fer fór boltinn ekki inn hjá Rauða liðinu og við komum sterkir á næsta ári,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður Hvíta liðsins. „Ég er mjög stoltur af mínum strákur og Gummi var frábær. Geðveikur í marki,“ sagði Rúnar og var þar að tala um Guðmund Ásgeir Grétarsson eða Gumma Kára eins og flestir þekkja hann. „Ég á eftir að semja við Agnar Smára í b-liðið,“ sagði Guðmundur Ásgeir. Það má sjá svipmyndir frá Stjörnuleiknum hér fyrir neðan sem og viðtöl sem Svava Kristín tók eftir leikinn.
ÍBV Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða