Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 10:52 Séð yfir strönd á Tenerife þar sem margur Íslendingurinn hugðist sóla sig yfir hátíðarnar. Getty Images Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á [email protected] eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira