„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 15:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. „Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan: Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
„Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan:
Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira