Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2022 13:20 Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að samningur um viðbótarfjármagn frá ríkinu sé frábært fyrsta skref en meira þurfi til að brúa bilið. Í fyrra nam hallinn vegna þjónustu við fatlað fólk 14,2 milljörðum. vísir/egill Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26
Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34