Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2022 08:26 Japanir hyggjast taka upp reglur um sóttkví ferðalanga frá Kína. AP/Andy Wong Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Frá og með 8. janúar verða þeir sem heimsækja Kína ekki lengur skikkaðir í sóttkví. Sóttvarnalæknirinn og prófessorinn Dominic Dwyer segir fregnirnar áhyggjuefni þar sem leyndarhyggja Kínverja hafi leitt til þess að ekki er vitað hvaða afbrigði SARS-CoV-2 hafi knúið faraldurinn í Kína né heldur hvort þau séu næm fyrir þeim bóluefnum sem hafa verið í notkun. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í Kína eins og víða annars staðar, ekki síst meðal eldra fólks. Þá eru stjórnvöld hætt að gefa út smittölur eftir að hafa fallið skyndilega frá stefnumörkun sinni um að halda Covid-smitum í núlli. Breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í líkönum í heilbrigðismálum segist gera ráð fyrir að um milljón manns séu smitaðir í Kína og að fleiri en 5.000 greinist á degi hverjum. Sérfræðingar segja raunverulegan fjölda mögulega töluvert meiri og að læknar í Kína hafi greint frá gríðarlegri bylgju greininga og dauðsfalla. Læknirinn Howard Bernstein, sem starfar í Peking, sagði í samtali við Reuters að sjúklingar væru að koma veikari inn á spítala og að þeir væru fleiri en áður. Japanir hafa gripið til aðgerða vegna fyrirætlana Kínverja og hyggjast meðal annars skikka ferðalanga frá Kína til að sæta sóttkví. Þá verður fjöldi ferðamanna frá landinu takmarkaður. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu eru með málið til skoðunar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Frá og með 8. janúar verða þeir sem heimsækja Kína ekki lengur skikkaðir í sóttkví. Sóttvarnalæknirinn og prófessorinn Dominic Dwyer segir fregnirnar áhyggjuefni þar sem leyndarhyggja Kínverja hafi leitt til þess að ekki er vitað hvaða afbrigði SARS-CoV-2 hafi knúið faraldurinn í Kína né heldur hvort þau séu næm fyrir þeim bóluefnum sem hafa verið í notkun. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í Kína eins og víða annars staðar, ekki síst meðal eldra fólks. Þá eru stjórnvöld hætt að gefa út smittölur eftir að hafa fallið skyndilega frá stefnumörkun sinni um að halda Covid-smitum í núlli. Breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í líkönum í heilbrigðismálum segist gera ráð fyrir að um milljón manns séu smitaðir í Kína og að fleiri en 5.000 greinist á degi hverjum. Sérfræðingar segja raunverulegan fjölda mögulega töluvert meiri og að læknar í Kína hafi greint frá gríðarlegri bylgju greininga og dauðsfalla. Læknirinn Howard Bernstein, sem starfar í Peking, sagði í samtali við Reuters að sjúklingar væru að koma veikari inn á spítala og að þeir væru fleiri en áður. Japanir hafa gripið til aðgerða vegna fyrirætlana Kínverja og hyggjast meðal annars skikka ferðalanga frá Kína til að sæta sóttkví. Þá verður fjöldi ferðamanna frá landinu takmarkaður. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu eru með málið til skoðunar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira