„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 14:00 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikið álag alls staðar í heilbrigðiskerfinu um þessar mundir. Vísir/Egill Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri. Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítala takmarkaðar við einn gest og gilda takmarkanirnar meðan veirufaraldrar geisa í samfélaginu. Grímuskylda er á spítalanum og gestir mega ekki vera eð einkenni frá öndunarvegi, til að mynda kvef, eða meltingarvegi, til að mynda niðurgang, að því er segir í tilkynningu á vef Landspítala. Már Kristjánsson forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum sagði í kvöldfréttum í gær að gríðarlegt álag væri á spítalanum vegna óvenju mikils flensufárs. Ný rými fyrir sjúklinga hafi verið opnuð og biðlað til fólks að halda sig heima sé það veikt. Álagið er einnig víðar, til að mynda á heilsugæslustöðvum þar sem allt er fullbókað og á Læknavaktinni hefur fólk þurft að bíða í langan tíma undanfarnar vikur. Vegna vægari veikinda og minniháttar slysa hefur fólk þó verið hvatt til að leita þangað frekar en á bráðamóttöku. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur undir það að fólk eigi að halda sig heima sé um minniháttar veikindi að ræða, þó þau sinni vissulega öllum sem þurfa raunverulega á aðstoð að halda. „Það sem við erum svona að biðlast til er að fólk aðeins hugsi sig um, skoði hvað er hægt að gera annað, leiti ráða, hringi á sína heilsugæslustöð, hringja í Upplýsingamiðstöðina [í síma 513-1700] eða 1700 símann og svona fái ráð um hvað er hægt að gera, ekki bara birtast beint,“ segir hún. Álagið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram Fólk er hvatt til að fara varlega, ekki síst yfir áramótin, huga að eigin heilsu og forðast margmenni sé það veikt. Þá geti húsráð hjálpað auk verkjalyfja á borð við Paratabs. Allt geti það dregið úr álaginu. „Það er gríðarlega mikið að gera alls staðar í kerfinu. Það er mikið að gera á stöðvunum, Læknavaktin er alveg á fullu, bráðamóttökur, það er bið alls staðar,“ segir Sigríður. „Þess vegna er svo gott að fólk sé búið að hringja og hafa samband, þá er alla vega hægt að meta erindin og þá vitum við pínulítið meira um af hverju fólk er að koma og erum í rauninni fljótari að afgreiða þá sem að þurfa að koma,“ segir hún enn fremur. Álagið hafi verið viðvarandi og útlit fyrir að svo verði áfram, þó allt sé nú reynt til að bregðast við ástandinu. „Það virðist vera, bara eftir Covid, að þá er greinilega mjög mikið um erfiðar pestir. Þannig vissulega er þetta orðið lengra en við vonuðumst til og ég sé ekki annað en að þetta ástand vari eitthvað aðeins fram á nýár, bara meðan það er svona mikill vetur. Þetta fer ekki að léttast fyrr en hlýnar í veðri og vorar,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest Frá og með deginum í dag verða heimsóknir á Landspítalann takmarkaðar við einn gest á heimsóknartíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 29. desember 2022 08:52