Lokasóknin fór að venju yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni. Vert er að minna á NFL veislu Stöðvar 2 Sport 2 á Nýársdag. Tampa Bay Buccaneers mæta Carolina Panthers klukkan 18.00 og Green Bay Packers mæta Minnesota Vikings klukkan 21.20.
„Buffalo Bills spiluðu um helgina, slæm helgi fyrir þá. Þegar þeir komu heim var það þetta sem beið þeirra. Það er búið að snjóa mikið á höfuðborgarsvæðinu en í Buffalo, New York,“ sagði Andri Ólafsson, þáttastjórnandi.