Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2022 07:01 Model Y er fallegur bíll, mögulega fyrsti klassíski rafbíllinn. Vilhelm Gunnarsson Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum. Vistvænir bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent
Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum.
Vistvænir bílar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent