Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2023 22:30 Arnþór Pétursson, skipstjóri á Hákoni EA. Sigurjón Ólason Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49