„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 21:38 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði eftir neyðarfundi. Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05. Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00
Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14
„Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20