Felur fjórum að vinna greinargerðir um ákveðna kafla stjórnarskrárinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 13:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sérfræðingunum fjórum er ætlað að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið fjórum sérfræðingum – þeim Þórði Bogasyni, Hafsteini Þór Haukssyni, Róberti Spanó og Valgerði Sólnes – að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira