Segir borgina sýna gott fordæmi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. janúar 2023 13:32 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nýja rammasamninginn fagnaðarefni. Samtök Iðnaðarins Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar rammasamningi um aukna húsnæðisuppbyggingu og segir borgina sýna gott fordæmi. Formaður borgarráðs segir þetta stærsta skref sem hafi verið tekið í uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar. Rammasamningurinn, sem var undirritaður í gær af hálfu bæði ríkis og borgar kveður á um að á næstu 10 árum verði byggðar 16000 íbúðir í borginni, en fyrstu fimm árin verði byggðar 2000 íbúðir á ári. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri ræddi um samkomulagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ótrúlega stór áfangi í gær. Sex mánuðum eftir kosningar þá erum við komin með samkomulag við innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um það að tvöfalda áformin hér í reykjavík um húsnæðisuppbyggingu. Við erum að skuldbinda okkur til tíu ára að byggja 16000 íbúðir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar samkomulaginu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. „Við fögnum því mjög að fyrsta slíka samkomulagið hafi verið undirritað. Það er mjög ánægjulegt að sjá metnað Reykjavíkurborgar til þess að vera fyrst sveitarfélaga til þess að undirrita slíkt samkomulag við ríkið. Mér finnst þetta líka vera til marks um stefnubreytingu hjá borginni sem ég fagna mjög. Þetta er að sama skapi mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög að klára slíka samninga við ríkið þannig að uppbygging húsnæðis á næstu árum geti orðið í takt við þarfir almennings.“ En ræður byggingariðnaðurinn við þessar áætlanir? „Iðnaðurinn er sannarlega klár í þetta verkefni og ég held að við öll hlökkum til þessarar uppbyggingar og ekki síður þess að það komist stöðugleiki á þennan markað sem er held ég gott fyrir alla aðila og ekki síst bara fyrir landsmenn.“ Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Rammasamningurinn, sem var undirritaður í gær af hálfu bæði ríkis og borgar kveður á um að á næstu 10 árum verði byggðar 16000 íbúðir í borginni, en fyrstu fimm árin verði byggðar 2000 íbúðir á ári. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri ræddi um samkomulagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ótrúlega stór áfangi í gær. Sex mánuðum eftir kosningar þá erum við komin með samkomulag við innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um það að tvöfalda áformin hér í reykjavík um húsnæðisuppbyggingu. Við erum að skuldbinda okkur til tíu ára að byggja 16000 íbúðir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar samkomulaginu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. „Við fögnum því mjög að fyrsta slíka samkomulagið hafi verið undirritað. Það er mjög ánægjulegt að sjá metnað Reykjavíkurborgar til þess að vera fyrst sveitarfélaga til þess að undirrita slíkt samkomulag við ríkið. Mér finnst þetta líka vera til marks um stefnubreytingu hjá borginni sem ég fagna mjög. Þetta er að sama skapi mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög að klára slíka samninga við ríkið þannig að uppbygging húsnæðis á næstu árum geti orðið í takt við þarfir almennings.“ En ræður byggingariðnaðurinn við þessar áætlanir? „Iðnaðurinn er sannarlega klár í þetta verkefni og ég held að við öll hlökkum til þessarar uppbyggingar og ekki síður þess að það komist stöðugleiki á þennan markað sem er held ég gott fyrir alla aðila og ekki síst bara fyrir landsmenn.“
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira