McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 21:42 McCarthy þokast nær embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jose Luis Magana/AP Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23